Ef þú ert vefari, af hvaða tagi sem er, þá mælum við með að þú kíkir á Expression 2 pakkann !

Expression vörurnar hafa yfir 100 nýja hluti (e. features) sem og stuðning við að gera flotta hluti með Microsoft Silverlight tækninni. Nep Silverlight er hægt að gera töff streymandi videó, vector myndir, hreyfimyndir og fleira sem virka í flestum vöfrunum á markaðnum í dag s.s. Internet Explorer, Safari og Firefox. Einnig er hægt að gera gluggaforrit sem keyra á bæði Windows og Mac.

Það er ljóst að með Expression 2 pakkanum er hægt að hanna vefi og/eða gluggaforrit á skemmri tíma en áður og auðvelt að deila verkefnunum með forriturunum þar sem hægt er að vinna í sama verkefninu (e. project) hvort heldur er í Expression Blend eða Visual Studio. Til að sjá allar viðbæturnar bendum við á þessa síðu: http://www.microsoft.com/expression/features.