Eitt af því áhugaverðara sem Microsoft hefur gert, á sviði gagnavinnslu, undanfarin ár er fyrirspurnarmálið LINQ (e. language integrated query). LINQ er hluti af hinu nýja .NET framework 3.5. Einn helsti kosturinn við LINQ er sá að gögnin geta verið í raun hvað sem er þ.e. gagnagrunnur, xml skrá eða object. Forritarar geta ráðið því hvort þeir nota C# eða Visual Basic en syntaxinn þykir líkjast T-SQL að einhverju leiti. Það ætti því ekki að vera erfitt fyrir vana forritara að tileinka sér notkun LINQ.

int[] numbers = { 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 };
var evens = from p in numbers
            where p % 2 == 0
            select p;

foreach (var e in evens)
    Console.WriteLine(e); 

Í þessum kóðabút er búið til fylki með tölum frá 0 - 9, valdar jöfnu tölurnar og þær skrifaðar út á skjáinn. Hér má því sjá einfalt dæmi sem sannar það að LINQ syntaxinn er nokkuð kunnuglegur.

Það er ljóst að LINQ er komið til að vera, þar sem möguleikarnir með notkun þess eru margir og spennandi. Fyrirspurnir á hinar ýmsu tegundir gagna, notkun lambada í útreikningum gefa meiri hraða í útreikninga og margt fleira spennandi.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér LINQ betur er bent á bókina Professional LINQ eftir Scott Klein en hún fæst í bóksölu stúdenta.