Microsoft hefur haldið Professional Developer Conference eða PDC undangengin tvö síðustu ár og í ár verður engin undantekning. Þar sem að TechEd Europe verður ekki haldin í ár, var ákveðið að hafa PDC í staðin og fer hún fram 13.-16. september í Anaheim Kaliforníu. Nafni ráðstefnunnar hefur verið breytt í BUILD en efnistökin verða með svipuðu sniði. Þeir sem hafa áhuga á að fara geta skráð sig nú þegar og fengið 500$ afslátt af ráðstefnugjaldinu en það tilboð gildir til 1. ágúst.

Nánari upplýsingar um ráðstefnunna má finna á vef hennar, en skráning fer fram hér: https://register.buildwindows.com/Main.aspx

Einnig hvetjum við þá sem ætla að fara að láta Microsoft Íslandi vita, til þess eins að halda hópinn ;) Áhugasamir geta sent tölvupóst á Sigurjón Lýðsson.