Eins og flestir ættu að vita þá verður Microsoft með stóra ráðstefnu fyrir þróunaraðila í næstu viku (12-16. sept) en þar verður m.a. Windows 8 kynnt til sögunnar sem og framtíð þróunar fyrir Microsoft platformið. Keynote fyrirlesturinn verður sýndur beint á netinu og hvetjum við sem flesta að kíkja á hann en fyrirlesturinn hefst kl 16 að íslenskum tíma.

 

Hvar?

Á vefsíðu ráðstefnunnar hér: http://www.buildwindows.com/

Hvenær?

Þriðjudaginn 13. september klukkan 16:00