Föstudaginn 23. mars stendur Miracle í samvinnu við Microsoft fyrir frumsýningu á SQL Server 2012 þar sem hópur erlendra sérfræðinga kemur að kynna fyrir okkur hvaða tækninýjungar eru í þessari útgáfu og hvernig við getum nýtt okkur þær til að ná forskoti.
Fókusinn verður á forritara og viðskiptagreiningu, en við fáum einnig að kynnast því hvernig Microsoft leyfismálin breytast hjá Microsoft með þessari nýju útgáfu.

Nánari upplýsingar og skráning á viðburðinn má finna á vef Miracle á Íslandi.