Þann 19. júní, frá kl 8:30-12:00, mun Scott Klein (Technical Evangelist, Microsoft Corporation), sjá um frumkynningu á Windows Azure. Markar þessi viðburður ákveðin tímamót þar sem Azure verður þar með opið fyrir íslendinga. Skráning fer fljótlega í loftið (fylgist með hér) en áhugasömum er bent á að taka frá þennan dag.