Nú nýlega á BUILD ráðstefnu Microsoft voru kynntar ýmsar nýjungar og m.a. nýjungar á Azure platforminu. Hér er smá samantekt á þessum nýjungum. Vert er að geta þess að í dag keyrir Halo 4 leikurinn á Azure og þannig þjónustar milljónir spilara allstaðar í heiminum. Þá má nefna að USA today  notar Azure sem bakenda til að ýta efni til notenda á hinum ýmsu platformum (via push notifications) og má með sanni segja að Azure sé ört stækkandi platform.

 

Nýr stuðningur í Azure:

  • Windows Server 2012 & .NET 4.5. (í gegnum október SDK-inn) fyrir cloud þjónustur
  • Windows Phone 8 support (preview) í gegnum Windows Azure mobile services
  • Windows Azure store (preview) - Nú er hægt að nýta aðrar (3rd party) lausnir til að gera þínar þjónustur enn betri s.s. með Send Grid (email þjónusta), AppDynamics (monitoring and scaling as a service) og fl
  • Nýr SDK - Windows Azure SDK for .NET - october 2012 sem hægt er að keyra með November 2011 og Júní 2012 SDk-unum án vandræða
  • Windows Azure distributed caching - Gefur kost á low latency, in memory distributed cache í þínum lausnum. M.a. hægt að skala upp í 300+ GB cached data og stuðning við MemCache
  • Visual Studio Team Foundation Service Availability (TFS service) - TFS í skýinu

Nánari upplýsingar um þessar nýjungar má finna hér: http://blogs.msdn.com/b/windowsazure/archive/2012/10/31/here-s-what-s-new-with-windows-azure.aspx