Þá er komið að næstu TechEd viðburðum Microsoft en í ár verða þær á nýjum stöðum. Fyrst ber að nefna TechEd USA en hún verður dagana 3.-6. júní í New Orleans og svo TechEd Europe sem verður dagana 25.-28. júní og í Madríd.

Líkt og áður þá er ráðstefnan bæði fyrir þróunaraðila sem og tæknimenn. Þannig að allir ættu að finna eitthvað við hægi. ATH! Skráning hefst 12. feb og verður early bird í boði og því hvetjum við alla sem hafa hug á að fara og vilja fá afslátt, að skrá sig strax. Afsláttur er ekki í boði rétt fyrir lokun skráningar.

http://www.msteched.com/