Þá er loksins komið að næsta .NET user group fundi n.k. þriðjudag, 21. maí, frá kl 17 - 19. Nú verður tekið fyrir hvernig vefþekkingu má nýta með ýmsum hætti s.s. til að gera Single Page Applications (SPA) og svo nýta þá þekkingu til að gera Windows 8 app með HTML5. Stefnan er svo að vera með framhalds fyrirlestur eftir 3 vikur og þá verður bakendi slíkra kerfa tekinn fyrir. Hér er aðeins meira um efni fundarins:

 

SPA með AngularJS
Í þessari kynningu verður kynnt framvinda verkefnis í HR, en þar er AngularJS notað til að smíða Single-Page application ofan á RESTful API skrifað með ASP.NET MVC4 sem talar við MS SQL gagnagrunn. Fjallað verður um verkefnið bæði út frá tæknilegu sjónarhorni sem og út frá sjónarhóli verkefnastjórnunar.

Fyrirlesari er Daníel Brandur Sigurgeirsson, kennari í HR

Windows 8 öpp byggð með veftækni

Windows 8 App módelið er ekki eintómt XAML, C# og .NET; einnig er mögulegt að smíða öpp með almennu HTML, CSS og JavaScript. Í þessari kynningu verður skautað yfir tæknina, hvaða verkfæri eru í boði, og hvernig þetta allt lítur út frá bæjardyrum vefarans.

Fyrirlesari er Halldór Hrafn Gíslason, forritari hjá Opnum kerfum

 

Líkt og áður, verður pizza og gos í boði fyrir þá sem mæta. Við verðum í sal V102 í HR.

 

Skráning fer fram hér